Sleppa því að vafra

Sigurlaug frænka lenti á föstudaginn ég og móðir hans Eddys sóttum hana á flugvöllinn. (ef ég var ekki búin að minnast á það þá er þetta fólk sem ég bý hjá meðan við leitum að húsnæði OF góðhjartað) Eftir að Silla komst í sturtu þá óðum við útá strætóstoppistöð og tókum bus 402 niður í bæ. Footscray (þar sem þau búa) virðist vera hverfi með 90% víetnamsku fólki. Eitt stykki eeeeeeeldgömul víetnamísk kona sat fyrir framan okkur og spjallaði hátt og snjalt við vinkonu sína á þessu skemmtilega máli með alveg ótrúlega skerandi hræðilegri röddu (aumingja Silla ekki nóg með að vera nýkomin eftir svakalegt ferðalag heldur þurfti hún að sitja í strætó og hlusta á þetta). Það var ekkert verið að drolla neitt heldur rukum við um bæjinn og útveguðum Sillu bankareikning og símanúmer ásamt því að ég fékk mér stúdentaskírteini og leiðrétti villuna að vera skráð í RMIT sem Australian Citizen. 😮 – Eftir þetta var planið að fara í grillveislu til Auðar sem býr hérna úti en við vorum svo úrvinda eftir bæjarferðina (það var 35-38° hiti og GLAMPANDI sól) að við steinsofnuðum. Ég vaknaði um kveldið en silla svaf eins og steinn þartil morgunin eftir.

Laugardagur:
Við vöknuðum rett uppúr 9 um morguninn því ferðinni var heitið á RISA útsölu hjá hljóðfæraverslun. við mættum um kl10. (en hún átti að hefjast þá) en þá lentum við í svaaaaakalegri röð sem náði lengst meðfram götunni… sem betur fer gekk hún hratt og við komumst brátt inní tjaldið fína. Eftir nokkra skoðun og prófun á nokkurm eintökum fann ég þennan líka Fína gítar! hann er blár Ibanez gítar með innbyggðum tuner sem átti að vera á 500 AUD upphaflega en var búið að lækka niður í 250AUD svo þegar við stóðum í röðinni var kona rétt á undan okkur með eins gítar en hennar var merktur á 150 AUD hún var að rífast við þá á kassanum því hann kom upp í kerfinu á 250 AUD en þökk sé henni fékk ég minn líka á 150AUD vúhúúú! 😀

Á laugardeginum fórum við líka og skoðuðum eina íbúð sem var vel staðsett en VÁ draslið það var rusl og drasl ALLSTAÐAR og svo fengum við ekki að fara upp og greinilega hefur gaurinn eitthvað miskilið okkur því hann var bara með eitt herbergi.
Restina af laugardeginum notuðum við svo í að leita og leita að herbergjum fyrir okkur Sillu.

Á sunnudeginum var svo ráðist í að skoða þessar íbúðir, fyrsta íbúðin var hér í Footscray (víetnamhverfinu) íbúðin og herbergin voru mjög fín en algjörlega tóm íbúð og meðleigjendurnir hræðilegir í ensku, svo ekki sé talað um vegalengdina í bæjinn 😦

íbúð nr. 2 var fullkomlega staðsett en við silla fengum strax svolítið skrítna tilfinningu við útidyrnar þar sem það vantaði tvær rúður í dyrakarminn o_O Þegar inn var komið skánaði þetta ekkert húsið virtist frekar fúið og lúið gaurinn er greinilega með þetta kooool ólöglegt og bara að reyna að fá eins mikinn pening og hægt er hann sýndi okkur eins herbergi og við myndum vera í: allt í einu var bara eitt herbergi þau áttu að vera tvö, við spurðum útí leiguna sem átti að vera 180 en hoppaði skyndilega á staðnum uppí 250 (á viku)O_o og ekki nóg með það heldur ætlaðist gaurinn til þess að við byggjum tvær í einu herbergi þar sem STURTAN OG KLÓSETTIÐ ER INNI Í HERBERGINU!!! talandi um ógeð O_o bara glær sturta í einu horninu og klósett með illa gerðu tréverki utanum í öðru !!?? er þetta hægt?? og gaurinn ætlaði að rukka 250 AUD fyrir þetta á viku!!! (normal price er 130-180pw) díses við dóum næstum úr klígju… svo lofaði hann garðinn sinn í hástert en þegar þangað var komið var hann allur í drasli og ekki stök planta á lífi né grasblettur.. og svo misstum við kjálkana í gólfið þegar hann sagði þetta vera 15 herbergja hús!!! það var mjótt og langt en vá!! þetta er pottþétt kooool ólöglegt!
Þriðja sem við skoðuðum var LENGST í einhverju úthverfi og komið út fyrir zone 1 (ss. transport miklu dýrara) og þar bjó fertugur kall (sem við silla erum vissar um að er hommi) hann var ROsalega bubbly og bouncy alveg þvílík interested í því sem við værum að gera, húsið var fínt herbergin fín (nema rúmmin frekar lítil og aum) en við erum ekki vissar um að við nennum að labba í 20 mín til að komast á lestarzone 1 og taka svo lest í 25 mín í bæjinn á hverjum degi :S fyrir utan það að vingjarnlegi bubbly kallinn gæti orðið þreytandi til lengdar.

EFtir þetta fórum við úrvinda heim því síðasti gaurinn á listanum svaraði ekki.
Annars var helgin frekar róleg bara horft á vídjó og farið út að borða, Eddy fékk sér iphone VÆL! Ég keypti svona pakka með Billy edison, happy gilmore og anger management 😀 snelld!

Í gær (mánduag) var svo fyrsti vinnudagurinn hennar Sillu og fyrsti skóladagurinn minn. Við fengum far niðri bæ með Eddy bál snemma um morguninn. Svo röltum við um að leita að stað sem seldi tram(sporvagna) miða en gáfumst upp því þeir voru annaðhvort ekki seldir eða uppseldir svo Silla ákvað bara að kaupa miða í traminum sjálfum. Hún þurfti að mæta fyrr en ég svo hún stökk uppí tram en ég þurfti að hafa ofanaf fyrir sjálfri mér í nokkra klukkutíma í viðbót. Svo mætti ég í tíma í imaging 1 kl 13, fyrst talaði gaurinn í tvo tíma um kúrsinn og hvaða efni við þurfum að útvega okkur:
Teikniblýanta
A4 teikniblokk
vatnsliti
pastel liti
svo nefndi hann einhverjar 4 bækur um teikningu, tækni og litablöndun O_O -hvað er ég komin í!!???
Seinni part tímans skipti hann okkur í 3 hópa og lét okkur lesa parta úr sögu úr grískri goðafræði og svo áttum við að gera svo vel að teikna þetta O_O!!!!!! WHO?? ME?? DRAW?? já sæll!!! ég þarf greynilega að gera svo vel að baraasta læra að teikna hérna HAHA! ég vissi ekki að þeir vildu að maður hefði svona manual grunn.. en „I guess“ að það sé rökrétt svo maður geti actually teiknað fígúrur í flass og 3D max!!
Þessi tími var búinn kl 16 þá hljóp ég niður að bókasafninu til að hitta Sillu en fann hana ekki fyrr en 7 mín í 17 og þurfti að rjúka til baka í næsta tíma!

Tími númer 2 er Media culture 1… fyrirlestratíminn.. gaurinn talaði í 55 mínútur um muninn á mass media og participatory media og endaði á að sýna okkur byrjunina á e-i mynd og mælti með að við horfðum á hana. -Einkennilegur fyrsti dagur… EN sem betur fer ekki komið of mikið af skólabókum til að kaupa.. best að fagna ekki of snemma samt.. DAGUR 2 er í dag mæting eftir 2 tíma ég þarf að drífa mig í sturtu og útá strætóstoppistöð.. ég var að fá sms frá victorian police það er svohljóðandi:
Extreme weather in Vic expected Tuesday March 3rd. High winds and fire risk. Listen to ABC local radio for emergency updates.
Þeir sendu þetta víst á ALLA í victoryu fylki.

ALLAVEGA loksins bloggaði ég.. ég set myndir inná feisbúkk þegar ég hef tíma næst 🙂

kveðja úr rigningunni,
Sunnefa

Auglýsingar

JÆJA!!!!! Ég er lenti í Melbourne í fyrradag eftir langt flug og 3ja tíma millilendingu í Darwin, í þetta skipti skilaði taskan sér alla leið (hehe). Eddy vinur minn sótti mig á flugvöllinn og í stað þess að fara beint í húsið ákváðum við að kíkja aðeins í bæjinn, hann rölti með mig um og benti mér á helstu staðina svo fórum við heim til mömmu hans og hún er mjög ljúf og góð og alltaf brosandi 🙂 ég fékk stórt gestaherbergi til að vera í.

Í gær var innritunardagur í skólanum svo ég fekk far í bæinn um morguninn og rölti svo í byggingu 94 (skólinn er á víð og dreif um bæjinn) þar sat ég í 1 og 1/2 tíma og beið eftir að vera kölluð upp.. ALLIR sem mættu þarna voru Asískir O_o nema 3/4 af mér og kennararnir.
EN þar sem óheppni mín er ekki á þrotum enn þá var e-ð klúður með skráninguna mína í kerfinu svo ég gat ekki klárað innritunina, en það ætti hinsvegar að reddast á mánudaginn, en þá er Orientation day (hvað sem nú felst í því).

Eftir þetta rölti ég aðeins um og hringdi svo í Auði sem býr hér í Melbourne, hún tók tram/sporvagn til mín og við fengum okkur mjög gott í gogginn og röltum svo aðeins um. Svo fékk ég mér Ástralst símanr sem er 00614 51059505 (bara frekar gott númer (já ég veit LAAAAaaaaangt)), stofnaði bankareikning og skoðaði mig meira um ég var orðin úrvinda í lok dagsins pHew *þurkasvitafenni*

Í dag er slappaafoglesadótfráskólanumogbankanumogleitaaðhúsnæði dagur. Þar sem ég er komin með aussie númer ætti leitin að vera auðveldari 🙂

Ef þið viljið spjalla og týmið ekki að hringja þá er ég oftast eitthvað inná netinu snemma á morgnana og seint á kveldin 😉

-Meira síðar…

Ég, Amma og Langamma

Ég, Amma og Langamma

Ég lenti í Singapore í gær uppúr 15 á staðartíma, beið heillengi eftir farangrinum þartil tveir öryggisverðir komu uppað mér og voru með pappíra sem sögðu að taskan hefði aldrei skilað sér í vélina í London!!! ARG æði! jæja það var nú einusinni föstudagurinn 13.! það varð e-ð að gerast hehe. En ég varð bara að bíta í það súra epli og fara að tilkynna hvarfið hjá lost and found. Cynthia greyið þurfti að bíða allan tíman eftir mér. Svo fórum komum við Cynthia við í NUS (já endilega koma með komment sem gera grín af skammstöfuninni) en það er háskólinn sem hún vinnur hjá, National university of Singapore (held ég) og svo fórum við heim til hennar. Þar sem ég var ekki með farangurinn og var klædd í svartar síðbuxur og þykka hettupeysu ákváðum við að skreppa í moll og redda léttari fötum. ég var Über fersk.. :/ ég sofnaði snemma og vaknaði svo í morgun kl hálf 10. Farangurinn minn var að koma núna (YAYY!!) svo að við ættum að fara að geta gert e-ð sniðugt. Við ætlum að kíkja í einhverja RIIIIIISA raftækjaverslun og fara svo í pedicure(hef aldrei gert það áður O_o) að eru í kringum 30°hérna og skýjað svo það er ekki svo heitt 🙂 btw mér líður eins og RISA hérna! haha

Já! Icelandair Rukkaði mig 27.000ISK fyrir 5kg yfirvikt og flugvélin var hálffull!!!! O_O freeeekjan.. gátu ekki séð aumur á námsmanni sem var að flytja út :S LÉLEGT!

jæja mér er orðið heitt, tölvan hitnar svo.. farin að fá mér klakavatn, meira síðar!!

-Snefa

Öll hitamet hafa verið slegin í Melbourne nú í febrúar, 48°C og öskrandi skógareldar ógna fólkinu, nýjustu tölur: 96 látnir og yfir 750 heimili brunnin til kaldra kola. Cynthia bauð mér að vera lengur í Singapore meðan þetta brjálæði gengur yfir, en ég þarf að mæta á enrolement day þann 18. að öllum líkindum er hægt að tala við þá og fá að mæta aðeins seinna ef allt er í uppnámi. Það versta við þessa elda er að þegar þeim tekst að slökkva þá eru einhverjir brennuvargar sem kveikja í á ný, þessu hefur verið lýst sem Holocaust. Eldarnir eru mestir norðaustan við borgina alveg í útjaðrinum en minni eldar geisa samt beggja vegna við. Getið skoðað kort af eldunum hér. (Athugið að vegalengdirnar á þessu korti eru gríðarlegar)

Ég flýg til Singapore kl 9 um morguninn á fimmtudaginn… planið er að fljúga yfir til Melbourne 16. og vera þá komin kl 14 þann 17. en ég mun fylgjast grannt með gangi mála og spila úr miðað við aðstæður.

Mynd af skógareldum (fengin af www.news.com.au)

Jæja! nú styttist í að maður flytji út.. brottför er 12. febrúar og þá flýg ég til London og svo þaðan til Singapore þar sem ég ætla að gista  hjá Cyntiu sem er gamall fjölskylduvinur. Ég lendi í Singapore þann 13. feb og verð til 16. þá flýg ég til Melbourne en verð ekki komin þangað fyrr en 17.  kl 14 á staðartíma!!

Allt að gerast!

-Snefa