Sleppa því að vafra

Tag Archives: singapore

Ég lenti í Singapore í gær uppúr 15 á staðartíma, beið heillengi eftir farangrinum þartil tveir öryggisverðir komu uppað mér og voru með pappíra sem sögðu að taskan hefði aldrei skilað sér í vélina í London!!! ARG æði! jæja það var nú einusinni föstudagurinn 13.! það varð e-ð að gerast hehe. En ég varð bara að bíta í það súra epli og fara að tilkynna hvarfið hjá lost and found. Cynthia greyið þurfti að bíða allan tíman eftir mér. Svo fórum komum við Cynthia við í NUS (já endilega koma með komment sem gera grín af skammstöfuninni) en það er háskólinn sem hún vinnur hjá, National university of Singapore (held ég) og svo fórum við heim til hennar. Þar sem ég var ekki með farangurinn og var klædd í svartar síðbuxur og þykka hettupeysu ákváðum við að skreppa í moll og redda léttari fötum. ég var Über fersk.. :/ ég sofnaði snemma og vaknaði svo í morgun kl hálf 10. Farangurinn minn var að koma núna (YAYY!!) svo að við ættum að fara að geta gert e-ð sniðugt. Við ætlum að kíkja í einhverja RIIIIIISA raftækjaverslun og fara svo í pedicure(hef aldrei gert það áður O_o) að eru í kringum 30°hérna og skýjað svo það er ekki svo heitt 🙂 btw mér líður eins og RISA hérna! haha

Já! Icelandair Rukkaði mig 27.000ISK fyrir 5kg yfirvikt og flugvélin var hálffull!!!! O_O freeeekjan.. gátu ekki séð aumur á námsmanni sem var að flytja út :S LÉLEGT!

jæja mér er orðið heitt, tölvan hitnar svo.. farin að fá mér klakavatn, meira síðar!!

-Snefa